Gönguleiðir:

Hér er ætlunin að setja inn kort og ferla af gönguleiðum á Snæfellsnesi eins fljótt og unnt er eftir að þeir berast okkur.
Ef þið eigið ferla af leiðum sem ekki eru komnar á listann hér fyrir neðan, og viljið deila þeim með okkur hinum, endilega sendið þá á:
Halldór K. Halldórsson <halldor@mareind.is>

Kort: Arnardals og Bláfeldarskarð: - Garmin MapSource ferill:  Arnardalsskard.gdb

Kort: Lýsuskarð: - Garmin MapSource ferill:    Lysuskard.gdb

Kort: Ljósufjöll:  - Garmin MapSource ferill:    Ljosufjoll.gdb - Myndasíða Leifs Haukssonar

Kort: Grundarmön: - Garmin MapSource ferill:  Monin.gdb

Nokkrar styttri gönguleiðir við Grundarfjörð á loftmyndum.

Fyrirvari um nákvæmni GPS punkta
Engin ábyrgð er tekin á GPS punktum og öðrum upplýsingum sem birtar eru á þessari síðu.  Þeir sem nota GPS punkta eru beðnir um að gera sér grein fyrir að þeir geta verið rangir og aðstæður gætu hafa breyst frá þeim tíma, sem punktarnir voru teknir. Þótt gefnir séu nokkrir punktar í leið er almennt ekki hægt að fara beint á milli þeirra í blindni.
Hnattstöðuviðmiðun
Ef ekki er annað  tekið fram þá eru GPS punktar miðaðir við hnattstöðuviðmiðunina WGS-84.  Hún er lang algengust og þægilegust í notkun. Munur á milli hnita, sett fram sem lengd og breidd í WGS-84 og Hjörsey-55 er víðast hvar u.þ.b. 35 metrar. Vegna nákvæmni GPS kerfisins er óþarfi að láta breytingar með hnattstöðuviðmiðun auka skekkjuna. Ef notuð eru hnit frá öðrum, gætið þess þá að nota rétta hnattstöðuviðmiðun. Auðvelt er að skipta um viðmiðun í flestum GPS tækjum og forritum.