S÷gur afa Konn.

 

┴ me­an PÚtur Konrß­sson var ß lÝfi tala­i hann inn ß segulband til a­ stytta sÚr stundir ■egar hann var einn heima. ┴ ■essum snŠldum eru margar gˇ­ar s÷gur af honum sjßlfum og hans samtÝ­arm÷nnum. HÚr er Štlunin a­ birta ■essar s÷gur jafn skjˇtt og Gaui hefur pikka­ ■Šr upp eftir spˇlunum. Reynt ver­ur a­ halda or­alagi afa Konn og hans frßsagnastÝl, sem flestir Grundfir­ingar muna eftir og ■ˇtti svo skemmtilegur.

 

 

Villtir Ý Ůoku

Draumar

Yfir B˙landsh÷f­a

┴ Blikanum

LŠknir sˇttur

Gamlar minningar

 

 

 

 

 

Til baka ß forsÝ­u

 

 

┴ Blikanum frß Sandi

 

Jæja, það má bæta hér annari frásögn við þegar ég fer næst yfir Búlandshöfða. Það er á þrettándanum árið eftir eða tuttugu og sex. Þá er ég ráðinn sem háseti á Blikann frá Gilsbakka á Sandi um vertíðina og Elis Hallgrímsson sem að ólst upp hjá Sigurjóni Halldórssyni í Norður Bár í Eyrarsveit hann var ráðinn á bát sem að hét Trollarinn og hann var hjá manni á Sandi sem að Axel Clausen hét. Axel borgaði honum kaup þessum Elisi en skaffaði honum allt sem hann þurfti, en ég var ráðinn á Blikann hjá Jóni Sigmundssyni, en sá sem ég var hjá og hirti hlutinn minn, það var Valdimar Bjarnason á Görðum á Sandi og það er best að geta þess í upphafi því það er til gamans eftir peningagenginu í dag, að ég fór á þrettándanum úteftir, eða við báðir, ráðnir upp á kaup. Hann hafði áttatíu krónur yfir vertíðina sautján ára gamall, en ég var ráðinn upp á sjötíu krónur yfir vertíðina allt frítt.

Nú við fórum heimanað klukkan tíu frá Lárkoti og það gekk allt saman vel. Þegar við komum út að bænum Búlandshöfða um hádegið, þá voru menn þar að hleypa til hrútum til ánna, en það var ekki farið að hýsa á Búlandshöfða þá. Þetta fólk sem var þar þá, það var aðflutt 1920 innan úr Helgafellssveit og þeir bændur hafa sjálfsagt verið vanir að láta fé ganga úti, því að það var þennan dag líklega norðan þrír fjórir og skafrenningur ég veit ekki um frost, nema ferðin hjá okkur hún gekk ágætlega. Við komustum í myrkri út að Bugsós í Fróðárhrepp og óðum hann í buxnavasa og fórum heim að ytri Bug, öðrum bæ heldur en að ég gisti á árið áður. Þá voru tveir bæir sem hétu Bugur þarna. Það var innri Bugur sem að ég gisti árið áður, en ytri Bugur sem ég gisti í þetta skipti með Elisi. Nú daginn eftir fórum við út á Sand og það var tekið ágætlega við okkur, þeir voru búnir karlarnir að búa sig undir róðra og á þriðja degi sem ég var þar að þá var beitt um nóttina og mér voru fengin skinnklæði. Það voru skinnklæði sem voru þannig að þeim var haldið mjúkum þannig að það var borinn á þau grútur og ég man það að mér varð flökurt strax þegar ég fór í þau þarna klukkan tæplega sex um morguninn þegar búið var að beita.

Nú þarna réri ég til páska og ég man ekki eftir neinu sérstöku sem að gerðist þarna, nema á föstudaginn fyrir pálma, þá fengum við hleðslu á bátinn þannig að það varð að kjölhausa allan fisk til þess að koma bolnum í sem mest og það var svoldið skrítið hvernig sá róður atvikaðist. Það var þannig að ég og minn húsbóndi við vorum saman með línu og það var þannig skipað að það voru tveir og tveir saman með línu, róið með sextán lóðir níu á. Bjóðin höfðu verið látin út, eftir því hve menn voru fljótir nema við vorum síðastir við Valdimar að beita og þegar að við vorum að binda yfir bjóðið okkar að þá stég einn hásetanna á bátnum ofan í bjóð fyrir utan dyrnar í myrkrinu, kvolfdi því við og festi þrjá króka í gegnum skinnbrókina sem hann var kominn í, setti göt á hana og flækti alla línuna. Þá var formaðurinn okkar Jón Sigmarsson kominn niður í kleyf að losa bátinn því að þeir héngu þar í talíum bátarnir vegna hallans á uppsátrunum, svo sonur hans Kristján hann fór niður eftir til að láta hann vita hvað hafði gerst gamli maðurinn kom uppeftir og sagði, - ég held að við verðum bara að greiða þetta í landi og við verðum síðastir á sjóinn hvort sem er í dag. Þetta var gert, það hjálpuðust allir að við að greiða og beita upp lóðina, svo var róið og allir komnir á sjó nema við erum síðastir. Þegar maður var kominn út úr brimróðrinum við úrana þá var tekið ofan og signt sig og í þetta skipti þegar það var búið, þá segir gamli maðurinn, - Ja ég veit nú ekki hvort við eigum að fara, það eru allir búnir að leggja í brúnirnar. Ætli við förum ekki bara austur fyrir þá. Og það var gert, við fórum austur fyrir þá á milli Sandara og Rifsara, sem kallað er því það reru bátar frá Rifi líka eins og vant er. Þá var línan lögð, þrjú köst, tvö úr landi og eitt beitt upp fram aftur. En það kast var beitt með steinbít og karfa og ýsu og gotu úr þeim fiskum sem að komu á þetta kast sem búið var að draga. Nú þegar að búið var að draga hitt kastið úr landi þá var ekki búið að fá í bátinn meir en svona ja þrjú hundruð kíló eitthvað svoleiðis, en svo var beðið eftir því og það var blíða veður alveg blíðskaparveður. Þegar var farið að draga þriðja kastið, þá stóð fiskur stór þorskur á hverju einasta járni sem kallað var það var bara hvít lína niður. Þá biður formaðurinn einn hásetann Sölva Þórðarson frá Ólafsvík að byrja að hausa, það var kjölhausað allt saman til þess að koma meira í bátinn eins og ég sagði. Og þegar að búið var að draga línuna að niðurstöðu þá var mér litið út, ég var í andófi ásamt þremur öðrum, mér varð litið útfyrir og segi, - Það koma þrír ennþá. Þá segir Gamli maðurinn, hann sat aftur á og goggaði hann Jón, - Þú hefðir nú einhverntíman fengið vettlinginn á kjamman drengur minn fyrir að segja þetta sisona. - Jæja? segi ég. Átti það að merkja eitthvað? Ég var alveg eins og þurs og vissi ekki neitt um neitt tiltekið orðalag á þessu. - Já, þetta er sagt þannig að það er eins og það sé kominn of mikill afli eða það var að minnsta kosti tekið þannig en við skulum nú sleppa því núna þetta þetta er að verða ágætt hjá okkur. Svo brosti gamli maðurinn. Nú við höfðum róður heim, því það var ekkert leiði það var austan gola, en það var svo mikil alda. Það var svo mikil alda að hann huldi hálfan jökulinn þegar við rerum út með Keflavíkurbjarginu. Nú í þessu ástandi þýddi ekki að reyna að lenda á Sandi fyrir því að nú var ekki hægt að seila, úr því að fiskurinn var hauslaus og það var lent í Krossavík. Það gekk ágætlega og þar var gert að fiskinum og þeir fengu færri en vildu, því að þarna voru nú þrír fiskkaupmenn ásamt kaupmönnum að annarri vöru náttúrulega. Það var Tang og Rís í Stykkishólmi sem hafði þarna verslun, það var Sæmundur Halldórsson stórkaupmaður í Stykkishólmi sem hafði þarna verslun og ég man ekki alveg hver hinn var, en minnir að hnn héti Daníel Bergmann sem að var factor fyrir þriðja kaupmanninn. En mig grunar að sá hafi fengið lítið af fiski. Nú hvað um það, við vorum búnir að gera að og leggja inn fiskinn og komnir heim klukkan hálf eitt um nóttina. Klukkan hálf fjögur vorum við ræstir til þess að fara að beita og þá beittum við lóðina í skúrnum okkar niðri á Sandi og gengum út í Krossavík því þar var báturinn. Það var róið frá Krossavík og róið austur aftur á svipaðar slóðir og daginn áður. Og þegar að var orðið hálf birt að þá var fyrra kastið dregið og það var ekkert á það nema karfi og steinbítur og drasl. Það var beitt út aftur með steinbít og drasli og ýsu. Það var lagt og farið að draga hitt kastið alveg eins og daginn áður og við fengum á það svona þrjú fjögur hundruð kíló á það kast. Svo segir gamli maðurinn við okkur, - Jæja bræður, við skulum bara leggja okkur soltla stund á meðan rekur frá bólinu, því að það er ekki búið að liggja nema svo stutt kastið hjá okkur. Ég var nú eins og hver annar strákbjáni, ég lagðist ekkert niður og Sölvi Þórðarson ekki heldur og við vorum svona að smá hnippast á meðan að hinir sváfu eða lögðu sig niður í bátinn. Og ég tók eftir því að þrisvar sinnum á meðan að við létum reka, að þá leit gamli maðurinn upp fyrir borðstokkinn og leit alltaf í austur norðaustur og lyfti sjóhattsbarðinu um leið. Sölvi hann virtist ekki veita þessu neina athygli, svo að það var ekkert talað um þetta þangað til að allt í einu að hann rennir á norðan og gamli maðurinn rís upp og segir, - Jæja bræður við skulum reyna að komast að bólinu. Og það var farið að róa og við urðum að róa á allar árar til þess að komast að bólinu og það var með herkjum að við náðum lóðinni með sáralitlum fiski á. Nú það er farið að sigla þarna undir eins og siglt í hálfu tré, sem kallað var og það er held ég með mestu siglingu sem ég var með á smábát, þannig að það rann sjór um keipa til hlés. Valdimar Bjarnason var dragreipismaður og hann var ákaflega öruggur í sínu starfi og hann sigldi þetta sem að kallað var í gamla daga að sigla út og inn og auðvitað var alltaf maður í austri og Blikinn, hann sigldi svo mikið hann straujaði sjóinn svo mikið og náði svo mikilli ferð, að hann fór fram úr þremur bátum sem voru á leið okkar í land. Nú gátum við lent á Sandi eins og vanalega því að nú var úralendingin í skjóli við tangana og það var lent og sett upp og gengið frá og þetta var laugardaginn fyrir pálma og ég minnist þess ekki að við höfum róið næstu viku meira heldur en tvo róðra og lítið fiskirí því að mig minnir að væri að koma loðna á miðin sem að tók vanalega fiskinn með sér og fjarlægði hann af miðunum frá þessum bátum.

Einu sinni á vertíðinni fékk ég að skreppa heim og var eina nótt heima og mér liggur nú við að segja að það hafi nú varla borgað sig, því að ég fékk norðan bil, var Sölva samferða inn í Ólafsvík, fengum norðan bil þangað og svo kuldaveður á móti og kafaldsbil, en frá því ég fór frá Sandi var ég kominn inn í Mýrarhús eftir þrjá klukkutíma. Svoleiðis að það var haldið áfram.

Það var nú eitthvað fleira sem ég ætlaði að bæta þarna við en ég verð að stoppa í bili.