S÷gur afa Konn.

 

┴ me­an PÚtur Konrß­sson var ß lÝfi tala­i hann inn ß segulband til a­ stytta sÚr stundir ■egar hann var einn heima. ┴ ■essum snŠldum eru margar gˇ­ar s÷gur af honum sjßlfum og hans samtÝ­arm÷nnum. HÚr er Štlunin a­ birta ■essar s÷gur jafn skjˇtt og Gaui hefur pikka­ ■Šr upp eftir spˇlunum. Reynt ver­ur a­ halda or­alagi afa Konn og hans frßsagnastÝl, sem flestir Grundfir­ingar muna eftir og ■ˇtti svo skemmtilegur.

 

 

Villtir Ý Ůoku

Draumar

Yfir B˙landsh÷f­a

┴ Blikanum

LŠknir sˇttur

Gamlar minningar

 

 

 

 

 

Til baka ß forsÝ­u

 

Yfir Búlandshöfða.

 

Ég fór með Sigfúsi Bjarnasyni frá Mýrarhúsum 1925 í janúar til Ólafsvíkur og var það fyrsta ferðin mín yfir Búlandshöfða. Mig minnir að þetta hafi verið níunda janúar og ferðinni var heitið hjá Sigfúsi til þess að útvega köllunum í sveitinni á bæjunum í kringum okkur neftóbak. Þeir voru allir neftóbakslausir eftir hátíðarnar. Við fórum rétt fyrir hádegið frá Látravík, fórum síðast þaðan og komum út í Búlandshöfða og þá var á honum harðfenni, en það hafði verið gengið yfir hann meðan að snjórinn var linur og það voru djúp og stór för, þau hafa verið svona tíu fimmtán sentimetra djúp, þannig að það var gott að komast. Svo höfðum við nú stafi til að styðja okkur við, en ef við hefðum runnið af stað eitthvað þá hefðum við ekkert stoppað fyrr en niður í sjó, eða fram af. En hvað um það, við komumst klakklaust út fyrir en fengum norðan kafaldsbyl þegar við komum út fyrir höfðann. Við komum út að Nýlendu í Fróðárhrepp og var boðið þar inn og góðar tragteringar eins og vant er. Er við fórum þaðan var farið að bregða birtu, því þá var nú stuttur dagur og enn er norðan bylur og við förum sem leið liggur þar sem vegurinn er, þar sem vegurinn liggur í gegnum Fróðárhrepp núna og að Vallaholtunum niður að sjó og niður á Fróðárrif, því að þá rann ósinn ekki þar sem hann er í dag, hann rann vestur við Bug til sjávar. Þá var hann að herða á vindi og herða á bylnum og við urðum að vaða ósinn í mitt læri, svo okkur kom saman um að fara heim að Bug og gista þar og gistum þar hjá ágætis hjónum Jóhönnu og Þorgilsi, sem bjuggu þar þá. Það var vaknað snemma í Bug morgunin eftir, því að nú stóð yfir að láta rollurnar fá hrút og margt og margt fleira, sem gengur á sveitabæjum. Við fórum þaðan um átta leitið og fórum til Ólafsvíkur og Sigfús hitti þar menn að máli, sem hann var beðinn að hitta. Þar á meðal Soffanías Guðmundsson sem var þá eiginlega alls ráðandi í Ólafsvík. Soffanías var sonur Ingibjargar Sveinsdóttur frá Hálsi og Guðmundar Jónassonar, en þau hjón bjuggu einu sinni að Mýrum í Eyrarsveit. Þessi Soffanías hann hafði ítök inni í Eyrarsveit ennþá svona á milli manna, hann gerði þeim greiða mörgum og þeir tóku af honum kindur í fóður í staðinn. Hann útvegaði neftóbakið, eða rjólið sem kallað var þá, BB danskt. Svo þegar við fórum þaðan klukkan á ellefta tímanum að við ætluðum að fara af stað, þá hittum við Sigfús mann að nafni Guðmundur, ég man nú ekki hvers son hann var, en þeir höfðu verið búnir að vera saman á skútu með Friðriki Ólafssyni frá Reykjavík tvær vertíðir. Guðmundur þessi bauð okkur heim og bauð okkur upp á kaffi og fengum við góðar tragteringar þar. Nú svo var lagt af stað þá fyrir hádegi og enn var bylur, en hann var austan núna þegar við fórum þá var austan bylur og hægur og við gengum sem leið lá og inn á Fróðárrif og inn Vallaholt og inn með Nýlendu þar komum við við og fengum fínar tragteringar ennþá. Nú en þá var nú þæfingsófærðin orðin svo mikil að við erum orðnir seinir. En þegar við förum af stað frá Nýlendu og óðum nú ósinn til þess að komast á Mávahlíðarrifið og beint þaðan inn í Búlandshöfðann og þá er nú farið að skyggja. Þegar við komum inn í Búlandshöfðan, þá er komið sem sagt myrkur og fallið undir fyrir forvað, svo að við leggjum nú í höfðann og okkur gengur vel inn Þrælaskriðurnar, en þegar við komum inn undir litla höfða, þar sem að húsið stendur í núna fyrir rafveiturnar, þá er komin þar hengja fyrir ofan þar sem við þurftum að fara, sem að okkur leist ískyggilega á. Og þegar við erum komnir í miðja brekkuna þá kallar Sigfús til mín, ég var á eftir og segir mér að passa mig á að standa nú djúpt í gömlu förunum, því að hann sé laus snjórinn fyrir ofan okkur. Ég reyndi nú eins og ég gat með það og nota stafprikið. Svo er ekki að sökum að spyrja, svo kemur á okkur spýta. Það kemur á okkur laus spýta ofan af barð helvítinu og hún bókstaflega færði okkur í kaf. Ég lagðist fram á stafinn og ég var lengi að jafna mig í bringunni ég hafði hendina ofan á stafendanum og undir bringubeininu og ég var lengi slæmur í bringubeininu og brjóstinu fyrir þyngslin sem ég fékk á mig þarna snögglega. En Sigfús hann var það hærri en ég að hann fór ekki í kaf hann var með hausinn uppúr, sagð'ann. Mér fannst nú þetta vera stutt stund, en honum fannst hún það löng að hann var snúinn við að leita sér að förum til baka, því hann fékk ekkert svar þó hann kallaði. Nú svo kom ég nú uppúr og þá kallar hann og segir - Ertu þarna ennþá, ég hélt að þú værir farinn niðurfyrir. - Já, ég sagðist vera hérna ennþá og hvurt að væri von á meiru? - Það hugsa ég nú ekki segir hann en við skulum fara gætilega samt, því að við eigum ekki eftir nema tuttugu faðma hérna inn fyrir barðið og þá erum við sloppnir. Nú svo höfðum við það nú af að komast inn úr þessu inn á barðið og inn úr og ég man sérstaklega eftir því, þegar við fórum brekkuna inn af henni Guddulá en það heitir brekkan sem að er þegar maður fer út í höfðann lautin sú. Þar hafði einhverntímann orðið úti kona sem að Guðríður hét og það heitir Guddulá. Þá var fanndýpið svo mikið að það var aldrei minna heldur en í mitt læri og klof og ég man hvð ég var orðinn bæði hungraður og þreyttur. Þá er ég fimmtán ára og Sigfús var alltaf að bíða eftir mér og sagði alltaf, - Við skulum reyna að komast fram að Höfða, Pétur, því að við fáum tragteringar þar. Því að hann var búinn að róa þaðan síðastliðnar tvær haustvertíðir og bjóst við að okkur yrði boðið inn. Nú við komustum svo inn að bænum Búlandshöfða og bönkuðum þar og formaðurinn hans kom til dyra. En hann bauð okkur ekki inn, en hann kom með volga nýmjólk að drekka og við drukkum þar eins og við höfðum list á og héldum svo inn með sjó inn með Látravík og biðum þar til klukkan tvö um nóttina, biðum eftir því að það félli út úr Lárvaðli og komustum heim í Mýrarhús klukkan tvö um nóttina. Og ég verð nú að segja að þetta er nú erfiðasta ferðin mín yfir Búlandshöfða, fyrir utan margar ferðir sem ég fór undir Búlandshöfða með bóndanum sem var á Höfða 1940. Það haust vorum við að leita að þeim sem að fórust undir höfðanum ellefta september. Það var mótorbátur með fjórum mönnum frá Hópi í Hrútafirði.

Jæja, það má bæta hér annari frásögn við þegar ég fer næst yfir Búlandshöfða.

( Það er önnur saga og nefnir Gaui hana Á Blikanum )