S÷gur afa Konn.

 

┴ me­an PÚtur Konrß­sson var ß lÝfi tala­i hann inn ß segulband til a­ stytta sÚr stundir ■egar hann var einn heima. ┴ ■essum snŠldum eru margar gˇ­ar s÷gur af honum sjßlfum og hans samtÝ­arm÷nnum. HÚr er Štlunin a­ birta ■essar s÷gur jafn skjˇtt og Gaui hefur pikka­ ■Šr upp eftir spˇlunum. Reynt ver­ur a­ halda or­alagi afa Konn og hans frßsagnastÝl, sem flestir Grundfir­ingar muna eftir og ■ˇtti svo skemmtilegur.

 

 

Villtir Ý Ůoku

Draumar

Yfir B˙landsh÷f­a

┴ Blikanum

LŠknir sˇttur

Gamlar minningar

 

 

 

 

 

Til baka ß forsÝ­u

 

Draumar

 

Ég var í Grindavík ásamt frændum mínum frá Garðsenda 1926 og það atvikaðist þannig að við vorum samskipa við Stefán Hjaltalín og kojulaxar líka heima á heimilinu, því við vorum á sama heimilinu. Svo er það einhverntímann, ég held að það hafi verið seint í mars, þá var búin að vera vikuhrota hjá okkur og nóg að gera og lítið að sofa. Á sunnudagsmorgun, eða aðfararnótt sunnudagsins, að þá dreymir mig það, að við erum á labbi fjórir saman út á Reykjanes að skoða vitann, ég og Stefán og Sigurður Kristjánsson frá Búlandshöfða, hann var veturinn áður vetrarmaður á Reykjanesi, eða aðstoðarmaður hjá vitaverðinum. Hann kom þarna inn í drauminn. Og svo var fjórði maðurinn sem að ég vissi ekki havað hét og þekkti ekki. Hann var geysilega stór og ljótur. Við verðum samferða þarna suður með sjónum suður eftir hrauni, þá komum við þar að stórri elvu, það var sko bara fljót. Það valt þarna fram alveg kolmórautt, þykir mér í draumnum og ég segi við þá þegar við komum að því. - Strákar við komumst ekki bátlaust yfir þetta því að þetta er svo djúpt. Þá segir þessi ókunnugi maður. - Blessaður hafðu ekki áhyggjur af því, við komumstum yfir þetta alveg. Nú, svo skiptir það engum togum að hann lagði út í fyrstur og Stefán á eftir honum og ég segi svona við Stefán. - Þú áttir nú ekki að vera að fara á eftir honum, við skulum sjá hvernig honum reiðir af. - Ég ætla að sjá hvað ég kemst, segir Stefán og þá leggur Sigurður Kristjánsson á eftir Stefáni. Síðan legg ég síðastur af stað, vegna þess að ég var mjög ragur við þetta. Svo þykir mér þessi maður sem ég ekki þekkti vera kominn út í miðjan álinn og þá bólar rétt á kollinn á honum og þá var Stefán kominn upp í nafla. Þá kalla ég til Sigurðar Kristjánssonar og segi við hann. - Blessaðir strákar snúiði við, við skulum ekki vera að þessari vitleysu. En ég vaknaði við þetta, því að sennilega hef ég kallað bara upp úr svefninum. Um morguninn skiptir það engum togum, að blessuð konan sem að við vorum nú þarna hjá og hugsaði vel um okkur, hún kom með sjóðandi sykurvatn, eða kandísvatn til þess að gefa okkur að mýkja kverkarnar eftir törnina sem við vorum búnir að standa í. Nema, það atvikast þannig að Stefán rís upp við olnboga og hann rekur hendina undir bakkann sem hún var með sykrið og vatnið á og kökur og steypir því ofan á sig. Og hann brann, hann brann ofan frá nafla og langt niður á læri. Þetta var draumurinn. Hann var sendur inn í Hafnarfjörð og lá þar í þrjár vikur og það sem var svolítið erfitt fyrir okkur, að við fengum engan mann með okkur í staðinn fyrir hann.

Þennan vetur sem við Stefán vorum samskipa frá Hópi í Grindavík, þá var Torfi Illugason á Hópsskipinu, sem kallað var. Formennirnir á þessum skipum voru bræður, Baldvin Jónsson og Guðmundur Jónsson í Hópsnesi. Veturinn eftir fóru þeir bræðurnir frá Garðsenda og voru þá báðir á Hópsskipinu, en ég reri út á Sandi. Var háseti á Hegranum frá Gröf með Birni Kristjánssyni frá Búlandshöfða. Við héldum til í Krossavík í smá verbúð sem hann leigði okkur hann Benedikt Backmann símstjóri á Sandi. Þá um veturinn seinnipartinn, þá dreymir mig það, að það kemur til mín maður og segir við mig. - Stefán Illugason er dáinn. - Nú? Segi ég. - Hvað varð honum að aldurtila? Hann dó úr blóðeitrun.

Mér varð svo illa við þetta, af því að við vorum nú bæði leikfélagar og frændur og félagar á sjó búnir að vera, að ég glaðvaknaði við þetta og fór nú að hugsa málið. Svo var þetta þannig að það voru engar fréttir hægt að fá neins staðar frá, svo að eftir þrjá daga hringdi ég inn í Gröf í Grundarfirði til Jóns Lárussonar og spurði hann að því hvort að hann hefði frétt nokkuð frá Garðsenda, eða frétt nokkuð frá bræðrunum frá Garðsenda, þeir væru í Grindavík. - Nei nei hann sagðist ekkert hafa frétt af þeim annað en allt gott, það væri gott fiskirí í Grindavík núna og þeir væru báðir á sama bát, þeir væru á skipinu frá Hópi hjá Baldvin Jónssyni. Út af þessu get ég bætt því við þennan draum, að það er gmalla manna mál, að ef mann dreymir mann dáinn, sem að er ekki dáinn, þá er það honum fyrir langlífi. Enda held ég að Stefán frændi minn hafi orðið sjötíu og níu ára. Dáinn fyrir tveimur árum og þetta er talað hér inn á spóluna áttatíu og fjögur.

Við fórum á Hegranum út á Sand í janúar þennan vetur, félagarnir sem að tókum hann á leigu og ég hef nú einhversstaðar getið um þettað áður. Í sambandi við draum sem mig dreymdi nóttina eftir að við komum í krossavík, eða fyrstu nóttina þar í verbúðinni okkar, þá dreymdi mig það, að ég var kominn á ball og þar var margt um fólk og mikið af ljómandi fallegum stúlkum og sérstaklega veitti ég athygli þremur stúlkum sem að mér stóð stuggur af, vegna þess að þær létu svo óhemjulega mikið. Og það endaði með því að þær voru að hrifsa mig á milli sín úti á gólfinu og vildu bara hafa mig hvor útaf fyrir sig til að dansa við sig. Ég var nú lítill dansmaður, en hann endaði með því þessi draumur, að mér stóð það mikill stuggur af þeim að ég glaðvaknaði og skildi nú ekkert í hvað þetta merkti. En svo þegar ég vakna, þá verð ég var við það, að það er komið sunnan rok. Ég vakti nú formanninn. Við áttum bátinn okkar í Krossavíkinni illa umbúinn, svo við urðum nú að fara félagarnir allir á fætur og fara niður í Krossavíkina og koma meiri keðjum á bátinn og ganga frá.

Ég sofnaði ekkert meira þessa nótt, því við vorum nú til klukkan að ganga sjö að ganga frá bátnum og ég fór að hugsa um drauminn. Jæja! svo líður og bíður og það fréttist ekki neitt. Nema, svo hringi ég eftir tvo daga í Gröf til Jóns Lárussonar aftur og spyr hann nvort hann hafi frétt nokkuð af mínu fólki í Mýrarhúsum, því þar var móðir mín og systir. - Já, segir hann. Hann segist hafa frétt það, að það fór þakið af húsinu í rokinu í fyrradag. Þá vissi ég nú náttúrulega hvað klukkan sló, það voru blessaðar meyjarnar sem að létu svona mikið, það var rokið. Það snerti mig og mína fjölskyldu. Mitt fólk varð að flytja frá Mýrarhúsum, upp að Lárkoti og skepnum í Mýrarhúsum var sinnt niðreftir um veturinn frá Lárkoti.

Og einhverntíman var það að þegar Bjarni húsbóndinn á Mýrarhúsum var að fara í þreifandi bil á milli bæjanna, að þá villtist hann. Hann átti hund, sem að Krummi hét. Krummi gamli var frá Kverná í Eyrarsveit og fylgdi Bjarna frá því að Bjarni var vetrarmaður á Kverná vetur eftir vetur. Nema, Bjarni er að fara aftur til baka upp að Lárkoti og hundurinn með honum og Bjarni villtist. En það vissi seppi. Hann vissi að hann var að villast og hann var alltaf að hverfa frá honum og koma til hans aftur og flaðra upp um hann og hlaupa svo frá honum aftur. Þangað til að Bjarni finnur það að það er farið að halla undan fæti ótrúlega mikið, en það átti ekki að gerast, þetta átti að vera á fótinn, eða á brekkuna. Svo að hann fer að veita því athygli hvert hundurinn fari. Það var norðan veður og bilur eftir því og þá sér hann það, að hundurinn hleypur alltaf í sömu átt. Hann hleypur alltaf beint í veðrið. Svo hann hugsar sér að hann skuli þá elta seppa og vita hvað komi út úr því, enda fannst honum hann, sagði hann að hann væri búinn að ganga allt of lengi til þess að vera ekki búinn að hitta Lárkot. Svo hann eltir hundinn og það líður góður tími og Þá kemur hann á brekku og svo kemur hann á holt, og það var einmitt staður sem var fyrir sunnan bæinn í lárkoti. Svo kemur seppi með hann, alla leið heim að Lárkotsbænum og þá fer nú Bjarni að athuga málið. Þá áttaði hann sig á því, að hann hafði verið á leið til fjalls. Bjarni hefði aldrei fundið mannaíbúðir hefði seppi ekki tekið af honum ráðin.